Sunnudagur í lok janúar
Ég sit hérna sunnudagsmorgun, reyndar klukkan að nálgast 10, móðgun við A manneskjur að kalla þetta morgun. Anyway, svaf til hálf tíu. það hefur ekki gerst í "high gentlemans season". Magnea tók morgunvaktina með Ellý. Fyrst var Ellý í spreng klukkan 5 og náði ekki að halda í sér og meig á svefnherbergis gólfið okkar (er það eitt eða tvö orð?). Svo náðist nú smá lúr, og svo klukkan 7, held ég, var morgunvaktin tekin með Ellý. Matur, út að pissa, var hún búin að kúka?, vatn.
Ellý eins og áður hefur komið fram kom til okkar í lokin á seinasta ári. Hún er búin að vera töluverð vinna, en ávinningur er aðeins farinn að láta bæra á sér. Einstaklega ljúf, fyrir utan þegar hún tekur "puppy craziness". Hún er ótrúlega dugleg að læra nýja hluti og er nokkuð góð að muna þá líka í réttum aðstæðum. Magnea hefur séð um allt sem heitir þjálfun og generalt rannsóknir varðandi hundaeign. Ég hef meira verið í hlutverki fáfróða meðeigandans og reyni að lepja upp einhverja vitneskju hér og þar.
En já, ég er orðinn hundaeigandi aftur. Eitthvað sem ég svona var búinn að leggja á hilluna í bili. Hafði þó hugsað að þegar maður yrði eldri væri gaman að hafa stóran hund hérna á heimilinu.
Hvolpatímabilið er krefjandi, eins og að vera með ungabarn, en ótrúlega gefandi á sama tíma. Ég elska göngutúrana í hudaskógana hérna í nágrenninu. Danir eru frekar góðir í að setja svoleiðis upp. Við nýtum okkur aðallega tvo skóga. Einn í Ringe og annar rétt við Svendborg. Þessi í Svendborg er mun skemmtilegri og meira gert fyrir hundana.
Annars er árið búið að byrja svona allt í lagi. Jara varð 7 ára! Krakkar í skóla, Magnea að fara að byrja í skóla í næstu viku, drengirnir á leið í viku ferð til Íslands. Vinnan er bara nokkuð nice. Skemmtilegir kúnnar og ekki eins mikið álag og hefur verið. Ég er líka aðeins búinn að lagfæra hjá mér til að minnka álagið.
Svo er heimurinn að farast. Appelsínan í Norður Ameríku fyllir alla mína hljóðvarpsrásir. Mér finnst þetta svo áhugavert efni, pólitík. Ég hlusta mjög mikið á danskt efni, allt mjög gott og danir yfirleitt mjög góðir í fréttamennskunni. Svo hlusta ég mikið á New York Times hljóðvörpin. Elska The Daily og Ezra Klein. Mjög litað af því að vera vinstra megin í pólitíkinni, en samt er eins og það sé smá "integrity" eftir. Duglegir að fá repúblikana í þáttinn og heyra þeirra hlið.
En, já eins og ég sagði áðan, heimurinn eins og við þekkjum hann er að farast. Það er ljóst eftir þetta tímabíl í Bandaríkjunum verði heimsmyndin önnur. Útlit fyrir að heiminum verði skipt í 3-4 hluta. Kína, Bandaríkin, Evrópa og kannski Rússland. Svo er spurning hvað Indland gerir með Modi í skipsbrúnni. Ekkert sérlega skemmtileg sýn. Nato kannski að fara í sundur, eða amk veikjast verulega.
Maður vonar að yfirmaður appelsínunnar fari að mæta í vinnuna, það er að segja Bandaríska þingið.
Á jákvæðum nótum má það nefna að uppáhalds pabbi minn á afmæli eftir 4 daga. Verður áttatíu og níu ára. fyrir 9 árum síðan skellti ég mér á skíði með honum á Ítalíu. Frábær ferð. ég hafði ekki stigið á skíði í nítján ár og nú eru allt í enu komin 9 ár síðan ég var seinast á skíðum. Agalegt.
Bið að heilsa í bili.
| Á leið í hundaskóg |
![]() |
| Jara 7 ára og einn dagur. |
| Jara og Fróði í kökugír. |


Ummæli
Maður sér á þessum ,,hvolpi" ykkar að hana þyrstir í nýja þekkingu!